141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

sala fasteigna, fyrirtækja og skipa.

665. mál
[22:18]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Magnús Orri Schram) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir hönd efnahags- og viðskiptanefndar fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.

Nefndin í heild leggur til tvær breytingar við þessi lög:

Sú fyrri er að við 2. mgr. 19. gr. laganna verði eftirfarandi breyting gerð þannig að greinin orðast svo: Sérhver fasteignasali skal greiða árlegt eftirlitsgjald í ríkissjóð að fjárhæð 75 þús. kr. til að standa straum af kostnaði við störf eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Gjalddagi gjaldsins er 1. júlí. Ef gjaldið er ekki greitt innan 30 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af því samkvæmt III. kafla laga um vexti og verðtryggingu. Gera má aðför án undangengins dóms til fullnustu vangoldnu eftirlitsgjaldi, ásamt áföllnum vöxtum og dráttarvöxtum.

2. gr. frumvarpsins hljóðar svo: Við 2. mgr. 20. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að fasteignasali gæti að fyrirmælum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Virðulegur forseti. Ég ítreka að nefndin stendur öll að baki þessum breytingum til að uppfylla skuldbindingar okkar gagnvart EES-samningnum.