141. löggjafarþing — 111. fundur,  26. mars 2013.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

629. mál
[21:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er eitt frumvarpið enn frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd sem hefur náðst sátt um og þau eru þó nokkuð mörg. Það tekur á athugasemdum sem hafa komið fram frá ESA um hvað felist í hugtakinu „raunveruleg atvinnustarfsemi“. Það er tekið á ýmsum athugasemdum frá þeim, m.a. um starfsmannaleigur. Ég ætla ekki að bæta miklu við þessa umræðu en tek undir það sem framsögumaður sagði um málið. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt enda er verið að taka á þessum athugasemdum frá ESA.