142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[16:40]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kom inn á það í ræðu um störf þingsins að um vandasamt og viðkvæmt mál væri að ræða. Það reyndi sannarlega fráfarandi ríkisstjórn þar sem hún stóð nær vandanum. Því er mikilvægt að leggja fram ábyrgðarvædda og tímasetta aðgerðaáætlun sem liggur nú fyrir og er til umræðu. Það er því vel hversu vel hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar taka í að vinna að þessari áætlun með okkur stjórnarflokkunum. Það er vissulega dýrmætt að leita í þann reynslubanka í gagnrýnni lýðræðislegri umræðu.

Ég vil síðan taka undir með fjölmörgum ræðumönnum, hv. þingmönnum úr öllum flokkum um mikilvægi þess að eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti og að við vinnum saman að þessu máli. Þetta mál sem og öll önnur þarfnast slíkra vinnubragða.