142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:25]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér er til afgreiðslu er vanbúið í upphafi, lagt fram án samráðs, án skilnings á gildandi lögum og án virðingar fyrir þeirri breiðu samstöðu sem náðist um núgildandi lög sem samþykkt voru fyrir fáeinum vikum. Hreyfiaflið er hefðbundin valdapólitík og markmiðið er að herða pólitísku tökin, sækja gamla daufa leiðarljósið upp í Hádegismóa. Málið er hluti af heild sem snýst um gamalkunnug tilþrif Sjálfstæðisflokksins, gamalkunnugt purkunarleysi. Nú eiga allir að hafa sig hæga og RÚV er ógnað.

Hér hefur Framsóknarflokkurinn snúið við blaðinu frá því í vor og enginn þingmaður flokksins hefur gert grein fyrir þeim viðsnúningi, 1., 2. og 3. umr. og Framsókn þegir.

Virðulegi forseti. Þingflokkur VG greiðir atkvæði gegn málinu.