142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir allt það sem hér var sagt á undan og mér líður nákvæmlega eins. Mér finnst mjög sárt hve margir hópar sitja eftir og það eru þeir hópar sem þurfa hvað mest á stuðningi og betri kjörum að halda frá okkur á Alþingi. Það er því miður svo oft á þessum vinnustað að tilfinningarnar eru blendnar gagnvart þeim ákvörðunum sem maður þarf að taka. Ég vil alls ekki taka möguleikann frá þeim sem fá bætur en á sama tíma mótmæli ég því harðlega að ekki sé tekið tillit til þeirra sem hafa hvað minnst og hafa beðið hvað lengst og áttu von á því að kjör þeirra yrðu rétt hér í dag.