142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:51]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég biðst velvirðingar ef þetta hefur farið vitlaust ofan í fólk en þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Stasi stóð fyrir og NSA. Þetta eru sambærilegar aðgerðir. Við erum að greiða fyrir því að hægt sé að fá aðgengi að persónuupplýsingum Íslendinga sem er óþarfi. Það er óþarfi að fara þessa leið. Það hafa komið fram tillögur að öðrum leiðum. Þetta frumvarp er ónýtt.

Ég vil jafnframt segja að ég var ekki að vísa til nefndarstarfsins. Ég veit að þar hefur farið fram mjög góð vinna. Ég er aftur á móti að segja að nánast enginn hefur verið í þingsalnum til að ræða þetta mál við þá sem hafa áhyggjur af því. Það er dónalegt.