142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:55]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég best veit, af því að ég hef nokkuð fylgst með þessum umræðum, verður þetta sem hv. þingmaður nefndi áðan ekki leyfilegt, sem betur fer. Ég vil bara taka undir með hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, ég vil að þingmenn segi eins og er ef þeir virkilega trúa því að við séum að koma einhverju Stasi-fyrirkomulagi af stað. Stasi var leyniþjónusta í alþýðulýðveldi Þýskalands og það var fyrirkomulag þar sem börn voru látin njósna um foreldra sína, nágrannar hver um annan. Þetta voru stórfelld mannréttindabrot með öllu tilheyrandi. (Gripið fram í.)

Og ef við ætlum að nota — veistu, mér er ekki hlátur í huga, hv. þm. Birgitta Jónsdóttir. (Forseti hringir.) Ef við ætlum að nota þessar samlíkingar er allt leyfilegt í þessum þingsal og það er sannarlega ekki liður í því, (Gripið fram í.) virðulegi forseti, (Gripið fram í.) að tala af virðingu við hvert annað, svo mikið er víst.