142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það endar sennilega einmitt þar sem hv. þingmaður stóð og andmælti þessu. Að stjórnarandstaðan standi vörð um stjórnarskrána og reyndar allir þingmenn er mér trygging fyrir því að menn vegi og meti hagsmunina hverja á móti öðrum. Í mínum huga eru hagsmunir af því að gæta hagsmuna skuldugra heimila mjög þungir. Þetta frumvarp er orðið það gott, búið er að setja inn það marga varnagla að ég er orðinn tiltölulega sáttur við það vegna þess að við erum í rauninni að fórna þessum hagsmunum fyrir hina hagsmunina.

Svo getur komið út úr þessu öllu saman að skuldavandi heimilanna sé bara ekkert svo voðalega stór og þá getum við hugsanlega tekið þessar heimildir til baka.