143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[17:03]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ekki skildi ég orð hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar svo að þetta frumvarp mundi þétta neytendavernd á Íslandi eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson gefur til kynna. Hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson nefndi einmitt mörg atriði, margar heimildir sem talsmaður neytenda hefur í dag sem færast ekki yfir til Neytendastofu. Ég skil því orð hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar ekki þannig að þetta sé endilega þétting á neytendavernd á Íslandi.