143. löggjafarþing — 28. fundur,  28. nóv. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[11:10]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp sem hefur það í för með sér að talsmaður neytenda verður lagður niður en verkefnunum verður áfram sinnt þó að það verði gert með öðru formi. Við hvetjum til þess að þetta mál verði samþykkt og við vonumst til að fá til þess góðan stuðning í þinginu.