143. löggjafarþing — 90. fundur,  2. apr. 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[16:08]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Annað mikilvægt atriði tengt skuldaleiðréttingarmálum ríkisstjórnarinnar er hvað þetta kostar ríkissjóð. Ég tel að það að koma böndum á ríkisfjármálin, eins og nú er verið að gera, sé eitthvert mesta hagsmunamál Íslendinga um árabil svo ekki sé dýpra í árinni tekið til að við getum verið þjóð meðal þjóða og borið okkur saman við viðskiptalönd okkar og aðra þá sem við viljum bera okkur saman við.

Þess vegna spyr ég hæstv fjármálaráðherra hvaða tekjutap þetta feli í sér fyrir ríkissjóð. Hversu lengi inn í framtíðina mun það vara vegna (Forseti hringir.) skattleysis séreignarsparnaðar?