144. löggjafarþing — 12. fundur,  24. sept. 2014.

lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

6. mál
[16:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég hvet þingmenn eindregið til þess að endurskoða afstöðu sína. Við erum að breyta hér og gera góða hluti, þ.e. að innleiða ákveðið ákvæði, við erum að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins í íslensk lög. Og hvað er nú það? Lögbann og dómsmál til verndar heildarhagsmunum neytenda. Það þýðir að það verður líklega auðveldara að fara í dómsmál, sem er mjög gott og við höfum verið að greiða atkvæði um það.

Lögbannsúrræði er ekki virkt á Íslandi. Dómstólar eru búnir að taka af vafa um það, búið er að gelda ákvæðið hjá stjórnsýslunni með því að flytja það frá Samkeppniseftirlitinu til Neytendastofu. Úrskurðarnefnd þar er búin að taka af allan vafa um það. Lögbannsúrræði til verndar heildarhagsmunum neytenda er ekki virkt á Íslandi en það á að vera það samkvæmt tilskipununum og það á að innleiða það í þessi lög.

Þið hafið enn þá tækifæri til þess að skipta yfir á græna takkann.