144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

466. mál
[14:27]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er talað um að þetta sé liður í því að fullgilda sáttmálann og fram kom í máli ráðherra, eða ég skildi það sem svo, að hún teldi mikilvægt að það yrði gert fljótt og vel. Það eru margir sem bíða eftir því að við fullgildum sáttmálann, mér finnst það mjög mikilvægt.

Mig langar því til að spyrja hvort hæstv. ráðherra sé að vinna í því máli og hvenær við getum búist við því að samningurinn verði fullgildur, hvort það gerist áður en þessu þingi lýkur í vor.