144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.

622. mál
[17:56]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Í greinargerð málsins kemur fram að nefnd sem hæstv. ráðherra skipaði hafi meðal annars átt að meta hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um uppljóstrara. Með hliðsjón af því er unnið að lagabreytingu í Noregi og Svíþjóð. Vegna upptöku þessarar tilskipunar ákvað nefndin að rétt væri að bíða með að leggja til lagabreytingar hér á landi og fylgjast með þróun í nágrannalöndunum.

Mig langar að spyrja ráðherra í því tilliti á hvaða forsendum honum fannst þurfa að bíða. Nefndin lagði eitthvað til og var forsætisráðherra algerlega sammála þeim tillögum og þá á hvaða forsendum? Hvers vegna var ekki hægt að vinna þetta samhliða, af því að þeir eru byrjaðir að vinna þetta? Við getum verið að vinna þetta hérna samhliða. Í annan stað: Hvernig gengur sú vinna í Noregi og Svíþjóð? Hvaða tímaramma sér hæstv. fjármálaráðherra fyrir sér varðandi að ná þessu inn í íslenska löggjöf?