144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.

622. mál
[18:00]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég vék að áður í andsvari er það kannski einn helsti vandi þeirra sem vilja koma á framfæri upplýsingum að um þessa starfsemi gilda sérstök lagaákvæði um hvernig menn fari með trúnaðarupplýsingar og það er einkum það sem þarf að taka tillit til í frekari skoðun á því.

Þar kemur auðvitað ýmislegt til greina, finnst mér, en við höfum ekki valið þá leið að umbuna mönnum sérstaklega fyrir að upplýsa, hvort sem er um skattalagabrot eða önnur refsiverð brot yfir höfuð, og ég held að við ættum að fara mjög varlega inn á þá braut. Aðalatriðið í augnablikinu er að ég hef áhuga á að þetta verði skoðað áfram og að við reynum að draga lærdóm af því hvaða útfærsla þykir henta vel í nágrannalöndunum. Þar er verið að taka þessa lög, þessa reglu til endurskoðunar og við munum fylgjast vel með því.