144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:13]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Heils hugar tek ég undir það að enginn maður er fæddur fullkominn og verður ekki fullkominn, ekki heldur sá sem hér stendur, langt í frá.

Engu að síður er það þannig — það hefur kannski verið ónákvæmni hjá mér að segja nefnd þegar ég talaði um nefnd í nóvember 2013, en auðvitað er það sérfræðingahópur sem kom þá saman og hefur unnið hörðum höndum fram á þennan dag til að gera þennan glæsilega árangur að veruleika. Því ber að fagna. Ég tel ekki að sá tími sem liðið hefur, það hefur verið vandað til þessa verks, ég tel síst að þessi tími sem í þetta hefur farið, hafi orðið landinu til tjóns, nema síður sé. Ég tel þvert á móti að út úr þessu komi inn í ríkissjóð meiri fjármunir en flestir menn höfðu gert ráð fyrir, tel ég. Við skulum gleðjast yfir því.