145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:42]
Horfa

Heiða Kristín Helgadóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir þetta. Ég náði ekki alveg hvort það var einhver bein spurning til mín. (JMS: Mig langar að ræða þessa hluti sem geta hjálpað fólki til að draga úr …)Já, varðandi það að draga úr áfengisneyslu held ég að ekkert sé því til fyrirstöðu að breyta því hvernig þessi vara er seld, að halda því áfram. Ég held að það séu alveg mikilvægir hlutir, ég dreg ekki úr því.

Það sem truflar mig er að ég upplifi samtalið sem sumir eru í hérna eins og að við séum með eitthvert fyrirkomulag sem sé bara gott og í lagi og þess vegna þurfi ekki að breyta neinu. Staðreyndin er sú að þeir sem fara hvað verst út úr áfengisneyslu, svo ég fókuseri á þær neikvæðu hliðar, fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa á að halda í dag.