145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:55]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Það hefur stundum í umræðunni í dag virst sem áfengisbölið sé í einhverju tómarúmi og mál hvers einstaklings en ekki samfélagsins, en 15% landsmanna fara í áfengismeðferð einhvern tímann á ævinni. Það eru um 48.000 Íslendingar. Þetta er auðvitað gífurlegur fjöldi einstaklinga sem á við áfengisvanda að stríða einhvern tímann á ævinni og freistingin sem verður til ef áfengi fer í matvöruverslanir verður gríðarleg. Ég vil setja þetta í samhengi við börnin sem eru líka fórnarlömb óhóflegrar áfengisneyslu foreldra sinna og bendi á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Forseti hringir.) sem við erum að fara að innleiða. Ég mundi vilja fá viðbrögð við því.