145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:36]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er náttúrlega vandræðalegt að Alþingi skuli þurfa að beita dagskrártillögu til að kalla fram eðlileg samskipti við hæstv. forsætisráðherra sem hann ætti að hafa sýnt manndóm sinn í að verða við, þ.e. ósk um eðlilega umræðu um eitt stærsta kosningaloforð fyrir síðustu kosningar, ef ekki stærsta kosningaloforð allra tíma.

Það er eftirtektarverður vesaldómur, virðulegur forseti, að beina síðan spjótunum að samstarfsflokknum þegar um þetta er að ræða. Ég verð að segja að mér finnst áhugaverð staðan sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum, að hæstv. forsætisráðherra er byrjaður að segja af sér núna í fyrsta málaflokknum sem snýr að verðtryggingunni og afnámi hennar. Hæstv. forsætisráðherra getur ekki talað um þetta mál og ég spyr: Hvaða mál er næst?