145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég held að þetta hljóti að vera heimsmet, enda er hæstv. forsætisráðherra mikið fyrir það að vera í besta flokki eða alltaf í hástigi. Ég held að það sé hástig vitleysunnar (Gripið fram í: Er hann ekki …?) að forsætisráðherra neiti að koma í umræðu um helsta kosningamál síns flokks. Hann hefur neitað því síðan í febrúar síðastliðnum. Það teljast mér þá orðnir átta eða níu mánuðir og það þarf að setja þetta sem dagskrártillögu þannig að forsætisráðherrann komi og ræði kosningamál sitt við Alþingi.

Virðulegi forseti. Þetta er heimsmet.