145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hversu margar fyrirspurnir, beiðnir um sérstakar umræður eða með öðrum aðferðum hafa þingmenn Framsóknarflokksins lagt til fjármálaráðherra um afnám verðtryggingar? Það er eitt að koma hérna og tala um það í störfum þingsins en annað að skila því áfram formlega eins og beðið er um í þessari dagskrárbreytingu, um sérstakar umræður. Það er tvennt ólíkt, finnst mér. Hér koma þingmenn Framsóknarflokksins upp undir liðnum um störf þingsins og krefja hæstv. fjármálaráðherra um að sinna málinu. Væri ekki eðlilegra þar sem upphaf verðtryggingarmálsins er augljóslega hjá hæstv. forsætisráðherra að hann kæmi bara sjálfur í pontu og afsalaði málinu skýrt frá sér til fjármálaráðherra í stað þess að senda þingmenn sína til þess?