145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:11]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég mun leitast við að fella þessa dagskrártillögu af því að miðað við málflutning stjórnarandstöðunnar hér í dag er ekki markmiðið að ræða verðtrygginguna. (Gripið fram í: Nú?) Stjórnarandstaðan vill ræða kosningaloforð Framsóknarflokksins og því ætti tillagan að hljóða í þá veru. (Gripið fram í.) Ef hins vegar ætti að ræða afnám verðtryggingar efnislega þá ætti tillagan að snúa að fjármála- og efnahagsráðherra sem er að vinna að tillögum og útfærslum í ráðuneyti sínu eftir tillögum starfshóps, hv. þm. Árni Páll Árnason, í skýrslu sem var gefin út af forsætisráðherra.