145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

338. mál
[14:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi búsetutillöguna í A.9 er hún hugsuð sem einskiptisaðgerð til sveitarfélaga til þess að losa spítalann sérstaklega undan því að vista fólk innan vébanda spítalans sem hefur í rauninni engan tilgang með því að búa þar. Það á miklu betra líf og betri tækifæri með frjálsri búsetu úti í samfélaginu. Þannig er þessi tillaga hugsuð.