145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:26]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er mjög undarlegt að þeir þingmenn sem samþykktu ekki kvöldfund mæti í vinnuna en hinir sem samþykktu mæti ekki í sína vinnu. Eins og kom fram er skylda þingmanna að mæta í vinnu samkvæmt þingsköpum. Við þingmenn höfum ásamt öðrum fengið ríflegar launahækkanir afturvirkt frá kjararáði. Það er spurning hvort ekki ætti bara að hýrudraga þá þingmenn sem mæta ekki í þingsal en krefjast þess að haldinn sé þingfundur fram á kvöld.

Það er með endemum hvernig þessum málum er háttað. Ég segi líka að það er mjög undarlegt að eingöngu einn hv. þingmaður styðji þetta mál en hann geti ekki tjáð sig núna þar sem hann situr í forsetastóli, að enginn annar þingmaður styðji málið í orði kveðnu og rökstyðji það með einhverjum hætti í ræðustól. (Forseti hringir.) Þetta er svo aumlegt að það er skömm að þessu.