145. löggjafarþing — 46. fundur,  3. des. 2015.

happdrætti og talnagetraunir.

224. mál
[11:10]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér erum við einvörðungu að framlengja þessi leyfi til ársins 2034. Það er vissulega langur tími. Við ræddum það aðeins í nefndinni og fengum skýringar á því frá ráðuneytinu. Vegna starfsöryggis og skipulagningar er talið nauðsynlegt að framlengja þessar heimildir tímanlega.

Það kom fram við umræðu málsins í gær að við ætlum að kalla málið aftur til nefndar og ræða aðeins betur við þá aðila sem vissulega hafa látið vita af sér. Margir aðilar vilja komast inn og fá að vera með í því að njóta þeirra réttinda sem þessar heimildir veita. Jafnframt hefur komið fram svo það sé skýrt tekið fram að farið verður yfir alla lagaumgjörðina. Ráðherra hefur komið því á framfæri, meiri hlutinn hefur sérstaklega fagnað því í nefndaráliti sínu og við munum að sjálfsögðu fylgjast með því hvernig þeirri vinnu miðar í ráðuneytinu og fylgja henni eftir.