145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:11]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í ræðu minni finnst mér mjög mikilvægt til dæmis að RÚV sé með öfluga fréttadeild, fréttaskýringar, heimildaþætti og annað slíkt sem er kostnaðarsamt að gera en skiptir máli. Mér finnst að RÚV eigi að sinna dagskrárgerð en megi líka kaupa dagskrárefni af öðrum. Mér finnst ekki mitt hlutverk að fara að stilla upp einhverri óskadagskrá Bjartrar framtíðar og hvernig RÚV væri þá. Þetta er bara umræða sem þarf að taka. Ég hef aldrei unnið á RÚV og veit ekki hvað kemur í staðinn ef við tökum erlenda efnið af dagskrá. Þurfum við ekki að fylla það þá með einhverju öðru? Er það dýrara?

Rás 2 stendur undir sér. Mér finnst þetta allt spurningar sem við eigum að spyrja okkur en tökum umræðuna þá í þingsal. Verum ekki hrædd við það.