145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[10:54]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðuleg forseti. Þetta mál lýsir því miður metnaðarleysi í málefnum þróunarsamvinnu. Við hefðum betur sett allan þennan kraft í að ná saman um að gera betur í málaflokknum. Hér er verið að færa til og leggja niður einhverja mestu fyrirmyndarstofnun sem við eigum og færa beinna undir vald ráðherrans og opna því miður á hættuna á því að fagleg vinnubrögð trosni upp og málaflokkurinn líði fyrir. Ég er alfarið á móti þessari breytingu og við í Bjartri framtíð en um leið er ekki annað hægt en að óska starfsfólkinu og málaflokknum sem bestrar framtíðar og vona að okkur lánist á endanum að standa betur að málum og farsællegri endi þótt mér líði því miður ekki þannig í dag.