145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég átti svo sem ekki von á að þessi tillaga frá minni hlutanum fengi brautargengi á Alþingi. Mér finnst hins vegar mikilvægt að vekja athygli á því að það er dýrt að vera veikur. Það er dýrt að vera öryrki. Mér finnst sorglegt að þjóð sem býr við mikla velmegun geti ekki hlúð að og passað upp á þá borgara sína sem hafa það sem verst og búa við kröppustu kjörin. Mér finnst að við ættum að athuga það vandlega í næstu fjárlögum og jafnvel næstu fjáraukalögum.