145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:47]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Óréttlætið er óréttlátt, það verður seint tekið í sátt. Þessi breytingartillaga er um réttlæti, hún er um það að aldraðir og öryrkjar njóti sömu hækkana afturvirkt og aðrir sem hafa fengið hækkanir í gegnum samninga eða í gegnum kjararáð eins og alþingismenn. Þetta er algjörlega sjálfsagt mál og réttlætismál.

Í fjáraukalagafrumvarpinu er gert ráð fyrir ófyrirséðum útgjöldum vegna hækkana í kjarasamningum fyrir ríkið. Það þykir sjálfsagt að setja það í fjáraukann en afturvirkar hækkanir til öryrkja og ellilífeyrisþega þykja ekki sjálfsagðar. Mér finnst það algjörlega óskiljanlegt þannig að ég grátbið þingheim að endurskoða sinn hug.