145. löggjafarþing — 76. fundur,  16. feb. 2016.

höfundalög.

333. mál
[14:07]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp fjallar mestmegnis um stöðu innheimtusamtaka, þ.e. samningskvaðaleyfi. Ég er til í að samþykkja frumvarpið með þeim fyrirvara að svokallað Collective Rights Management Directive frá Evrópusambandinu verði líka innleitt sem á að stuðla að lýðræðislegri stjórn innan innheimtusamtaka sem og áreiðanlegri fjárumsýslu á þeim peningum sem fara þar í gegn.

Ég tel líka mikla réttarbót í 25. gr., rétt eins og hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson benti á, og ég vona að ráðuneytið muni halda áfram að koma þeim málum í betri og réttlátari farveg þegar verið er að sækja um lögbann.