145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

hagsmunatengsl forsætisráðherra.

[15:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp undir liðnum um fundarstjórn forseta til að styðja hæstv. forseta í afstöðu sinni, sem kom fram í máli hans.

Við lifum á tímum jafnréttis. Konur og karlar eiga rétt á því að hafa réttindi og við sem eigum maka og störfum hér á þinginu þekkjum að stundum er tekist á um það á heimilinu hvað við erum að gera í vinnunni. Að fara að draga upp í ræðustól Alþingis fjárhagsmálefni maka ráðherra ríkisstjórnarinnar er fráleitt og þeim þingmönnum sem bera þann málflutning hér á borð til mikillar minnkunar og Alþingi öllu.