145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

raforkumál á Vestfjörðum.

[11:05]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S):

Herra forseti. Ég þakka mjög skýrt svar hæstv. iðnaðarráðherra og vil ítreka að sú mynd sem þarna blasir núna við okkur, ekki bara ein virkjun heldur fleiri virkjanir, Austurgilsvirkjun og fleiri virkjanir geta framleitt umtalsvert magn af rafmagni sem ekki síst eru fyrir fjórðunginn til að bæta afhendingaröryggi rafmagns og orkuöryggi, sem geta þá skapað forsendur fyrir aðra atvinnuuppbyggingu sem við þekkjum á því sviði sem væri gríðarlega mikilvæg fyrir fjórðunginn og landið allt eins og hv. ráðherra ítrekar.

Ég spyr þá aftur og dreg fram í lok fyrirspurnar minnar að fyrir mér er það þá þannig, og ráðherra getur vonandi staðfest það, að í septembermánuði muni hún gefa út þá reglugerð sem hún tilgreindi og geti stutt þann netmála sem hún nefndi í ræðu sinni, þannig að það sé þá ekkert í vegi fyrir því að ákvörðun um byggingu tengipunkts í Ísafjarðardjúpi verði þá innan tíðar gerð kunn.