145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

starfsáætlun og framhald þingstarfa.

[13:48]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Þetta eru þeir dagar sem manni þykir kannski síst skemmtilegir hér á þingi, en um margt hafa mörg mál hér í vetur og á því þingi sem senn fer að ljúka verið áhugaverð og stjórnarandstaðan hefur tekið fullan þátt í þeim. Forseti þingsins hefur í rauninni mært stjórnarandstöðuna fyrir gott samstarf og hrósað henni fyrir að vera ekki með neins konar málþóf. Nú er svo komið að starfsáætlun á að ljúka í dag. Það er einn þriðji af meiri hlutanum, þingmönnum, hér í húsi. Þeir eru greinilega að sinna erindum sínum einhvers staðar annars staðar heldur en að taka þátt í samtali við okkur stjórnarandstöðuþingmenn um hið mikilvæga mál sem samgönguáætlun er, nema einhverjir örfáir. Auðvitað er það óboðlegt að ekki sé hægt að vera með dagskrá eins og kom fram áðan til einhvers tíma, eins og viku í senn, þó að hún geti auðvitað riðlast með einhverjum hætti, þá er að minnsta kosti eitthvað fyrirliggjandi. Þetta er (Forseti hringir.) ekki góður bragur. En fyrst og síðast á Einar Kristinn Guðfinnsson, hæstv. ráðherra, að taka …

(Forseti (ValG): Forseti.)

… forseti, að taka utan um þingið.