145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[18:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Við styðjum það markmið að greiðslur almannatrygginga fylgi þróun á vinnumarkaði. Þar af leiðandi styðjum við þessa tillögu meiri hlutans en við erum ósammála aðferðafræðinni sem felst í því að hækka mest þá bótaflokka sem skerðast mest. Í tilfelli örorkulífeyrisþega fer mesta hækkunin fram í gegnum bótaflokk sem skerðist 100% vegna annarra tekna. Þar af leiðandi vona ég að eftir næstu kosningar komist til valda ríkisstjórn sem tekur ekki pólitískar ákvarðanir um að auka ójöfnuð á Íslandi. Við erum sammála markmiðinu en algerlega ósammála aðferðinni.