145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[11:33]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mig langaði til að gera grein fyrir atkvæði pírata. Við styðjum þessa breytingartillögu velferðarnefndar en erum kannski ekki alveg sammála framtíðarsýninni, að lífeyristökualdur í landinu eigi að vera 70 ár. Þetta er umræða sem er enn að eiga sér stað, hvenær eftirlaunaaldurinn á að vera. Að sjálfsögðu ætti það að vera þannig að fólk hafi sveigjanleika og val.

Varðandi frumvarpið í heild erum við á gulu þar — ég kannski kem aftur og skýri það út, er það hægt? Ókei, takk.