145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

alþjóðasamþykkt um vernd heilbrigðisstarfsfólks á átakasvæðum.

895. mál
[12:19]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir skjóta meðferð hv. utanríkismálanefndar á þessu máli og þá skýru afstöðu sem við sem Alþingi tökum gegn stríðsglæpum þar sem verið er að ráðast á heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús, neyðarskýli og aðra slíka starfsemi á stríðshrjáðum svæðum. Þessar árásir hafa færst í aukana. Það er mikilvægt að við tölum skýrt í þessu máli á alþjóðavettvangi, þannig að ég fagna þessari afgreiðslu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)