146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[13:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú erum við að tala um þá breytingu sem liggur hér fyrir. Ég ætla að lesa hana aftur:

„Við ákvörðun starfskjara þeirra sem kjararáð ákveður laun fyrir skal ráðið gæta þess að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu.“

Ég held að ekki sé hægt að kveða öllu sterkar að orði. Það kom fram á fundi nefndarinnar að þau samtök sem hv. þingmaður talar um töldu þetta bót og töldu sérstaklega gott að við værum að færa það í lög að kjararáð hagaði ákvörðunum sínum á ársbasis hið minnsta.