146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:34]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held í sjálfu sér að dómstólar eigi ekki að heyra þarna undir og ekki úrskurðaraðilar af þessu tagi. En við getum alveg haft skýrar reglur um málsmeðferðina. Það eru auðvitað reglur líka hjá dómstólum um birtingu dóma, hvað kemur fram í birtingu dóma. Það getur alveg átt við um slíka nefnd. Ég hugsa svolítið um formið þarna. Formið skiptir máli, þ.e. að dómsvaldið sé ekki undir ákvörðunum framkvæmdarvaldsins og þeim reglum sem gilda um framkvæmdarvaldið við að úrskurða um laun dómaranna. Það verður að vera einhver sjálfstæður aðili, hvort sem við köllum hann nefnd eða gerðardóm eða hvað, sem um gilda sérstakar reglur sem við getum ákveðið hverjar verði. En ég held að það sé ekki sniðugt að fara þessa leið núna, að ákveða bara að þetta sé eins og hvert annað stjórnvald á vegum framkvæmdarvaldsins, því það mun ekki ganga upp. Því miður.