146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:40]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er alveg sama um heitið og hvað þetta heitir allt saman. Ég er bara að segja að breytingin gangi ekki upp. Ef við viljum afgreiða frumvarpið núna mæli ég með að hún sé tekin út og síðan skoðað betur hvernig við ætlum að hafa það, eða einfaldlega: Ekki afgreiða þetta frumvarp núna. Förum betur yfir málið. Ákveðum hvernig við ætlum að hafa hlutina, hvernig við getum tryggt að hér sé sjálfstæð nefnd sem er ekki undir framkvæmdarvaldinu en gildi um gagnsæ málsmeðferð og nægilegar upplýsingar fyrir almenning, það er miklu nær. Ég er ekki að biðja um neitt annað. Það er það sem ég var að biðja um. Ekki gera kjararáð að hluta framkvæmdarvaldsins vegna þess að það er verið að ákvarða um kjör annars hluta ríkisvaldsins sem á að vera sjálfstæður samkvæmt stjórnarskránni. Við verðum að passa það.