146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:25]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Við í þingflokki Bjartrar framtíðar tökum undir þau sjónarmið sem komu fram fyrir nefndinni, til að mynda hjá stéttum eins og sjúkraliðum sem vinna afskaplega þung störf, það skuli skoðað dálítið í samræmi við störf hvort hækkun á lífeyristökualdri sé skynsamleg. Þess vegna greiðum við þessari tillögu atkvæði okkar.