146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

217. mál
[15:56]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við viljum öll að sjálfsögðu meira eftirlit með fjármálastofnunum og þessi tilskipun frá Evrópusambandinu er eflaust hið ágætasta plagg en staðreyndin er samt sem áður sú að það leikur vafi á hvort tilskipunin stangist á við stjórnarskrána. Þegar sá vafi er til staðar er það eiður okkar allra að stjórnarskránni að viðlögðum drengskap að halda hana. Í þessu tilfelli er vafinn til staðar og nú fylgja menn bara sannfæringu sinni. Mín sannfæring er að þegar vafi er til staðar á hvort ég brýt stjórnarskrána með samþykkt minni í þingsal segi ég nei.