146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[20:55]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Mér finnst nú við hæfi að hefja þetta mál héðan úr ræðustól, ég er eiginlega þegar farin að finna fyrir votti af aðskilnaðarkvíða ef svo fer að þetta mál verði klárað hér í kvöld. Ég ætla að nota tækifærið og hvetja þingheim, hvar í flokki sem menn standa, til að styðja þetta góða mál. Jafnframt langar mig að nota þetta tækifæri til að þakka fyrir þá umræðu sem átt hefur sér stað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Til viðbótar við þá bragarbót sem gerð verður á þessum málum, verði frumvarpið að lögum, hefur umræðan gegnt gríðarlegu hlutverki í að þoka málum áfram í rétta átt, okkur öllum til hagsbóta.