147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

um fundarstjórn.

[23:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég biðst forláts aftur. En eftir að hafa leitað að rökum og útskýringum á því af hverju ekki er farið eftir 63. gr. þingskapa um að almennar stjórnmálaumræður skuli haldnar seinni hluta þings var mér tjáð að þingsköp hefðu verið skoðuð og um það tekin ákvörðun. Mig langar því til að vita hvaða flokkar á Alþingi komu að þeirri ákvörðun.