147. löggjafarþing — 8. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:49]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Réttlætið fékk að sigra í kvöld á þessari atkvæðagreiðslutöflu sem er eitthvað sem mér finnst stundum sjaldgæft. Í þetta sinn gerir það það. Hæstv. dómsmálaráðherra leggur hér fyrir okkur að það sé ómannúðlegt að við veitum 80 börnum skjól vegna þess að það kunni það skapa einhvers konar réttaróvissu gagnvart stjórnvöldum. Ég vil taka það fram að fullkomin réttaróvissa gildir gagnvart flóttafólki hér á Íslandi eins og staðan er núna. Fólk hefur ekki vitund um það hver réttindi þess eru.

Að lokum langar mig að taka það fram að þótt það sé virðingarvert af hæstv. ráðherra að hafa ætlað að eiga samráð um málefni útlendinga þá átti sér stað samráð. Þetta samráð átti sér stað. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki sammála. En samráðið átti sér á milli allra flokka hér á þingi. Það breytir því ekki að hér var samráð þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að vera ekki með í þetta sinn.