148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:25]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra kærlega fyrir svörin. Mig langar að bæta einni hugleiðingu inn í að lokum sem á kannski erindi við samgönguráðherra eins og við umhverfisráðherra. Mikið af framræsingu lands verður við vegagerð. Væri þá ekki eðlilegt ríkisins vegna, hins opinbera vegna, sem fer í þessar framkvæmdir, að sú framkvæmd væri kolefnisjöfnuð, alla vega hvað varðar landnotkunina, þó að sjálfsögðu verði hellingskolefnisútblástur við lagningu vegarins? Að það væru kannski efri mörk. Ég vil leggja þá spurningu fyrir þingið.