148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:38]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að virðisaukaskatturinn á bækur sé ekki afnuminn hér í kvöld er það mikið fagnaðarefni að þverpólitísk sátt ríki um að afnema hann og auðvitað visst afrek því að þetta mál var svo sannarlega ekki á dagskrá fyrir nokkrum mánuðum.

Til að styrkja umgjörðina um bókaútgáfu hefur stjórnarmeirihlutinn ákveðið að afnema virðisaukaskatt á bækur og á næsta ári mun liggja fyrir hver útfærslan verður. Það þarf að nýta tímann betur til að ná utan um það hvort virðisaukaskatturinn verði afnuminn af öllum bókum sem eru gefnar út hér á landi eða eingöngu þeim sem eru ritaðar á íslensku.

Að sjálfsögðu verður unnið með stjórnarandstöðunni að þessu máli til þess að framgangurinn geti orðið hraður og öruggur. Markmiðið er skýrt og vilji stjórnar meiri hlutans einnig.

Málið er svo sannarlega komið á dagskrá íslenskra stjórnmála.