148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:44]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Tillaga þessi gengur út á að settar verði aukalega 370 milljónir til löggæslumála og skiptist sem hér segir:

Lagt er til að settar verði 250 milljónir í verkefnapott sem lögregluembætti landsins og tollembætti geti sótt í til að berjast gegn skipulegri glæpastarfsemi. Barátta við skipulagða glæpastarfsemi verður ekki unnin með einskiptisaðgerð en fjárveiting sú sem hér er til umræðu er fyrsta skref í átt að frekari stuðningi við rannsóknir á landsvísu gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Lagt er til að 50 milljónum verði varið í að fjölga rannsóknarlögreglumönnum við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, 10 milljónum til að endurnýja búnað til rannsókna við sama embætti, 50 milljónum í verkefnapott til þjálfunar og menntunar rannsóknarlögreglumanna á landsvísu sem og ákærenda og 10 milljónum í verkefni lögreglu í tengslum við unga afbrotamenn.

Þingmaðurinn segir já.