148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:09]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Virðulegi forseti. Samkvæmt nýlegri skýrslu OECD er Ísland neðst allra evrópskra OECD-ríkja þegar kemur að hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Ísland er t.d. neðar en Rúmenía sem er næstneðst. Hér er tillaga um að setja til viðbótar 3 milljarða í Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri. Landspítalinn benti á fundi fjárlaganefndar á að hann vantaði um 2,7 milljarða bara til að halda í horfinu. Sjúkrahúsið á Akureyri vantar 400 milljónir, fær 50 milljónir.

Enn og aftur lýsi ég eftir þeirri stórsókn sem okkur var lofað í heilbrigðismálum. Hér fá þingmenn Vinstri grænna og aðrir þingmenn tækifæri til að standa við þau orð sem þeir sögðu fyrir einungis sjö vikum, að hér yrði veruleg innspýting í heilbrigðismálin. Hér er tækifæri, herra forseti, til að standa við þau orð.