148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:13]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Það kom fram á fundi fjárlaganefndar þegar forstöðumenn heilbrigðisstofnana úti á landi heimsóttu nefndina að mikil þörf væri fyrir tækjakaup. Sú aukning sem ríkisstjórnin hefur boðað dugar hvergi nærri þannig að Miðflokkurinn leggur til að enn frekar verði bætt í tækjakaup á landsbyggðinni. Það sparar þegar til lengri tíma er litið, þá þarf ekki að senda sjúklinga suður. Við fengum fréttir af mikilvægum tækjum eins og röntgentækjum og öðrum slíkum sem væru biluð og yfir 20 ára gömul.

Þingmaðurinn segir já.