148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:07]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það hafa orðið talsvert miklar launahækkanir á undanförnum árum og það á líka við um árið 2017. Það hefur leitt til þess að þær fjárhæðir sem við áætluðum að myndu ganga út í barnabætur á árinu 2017 hafa ekki allar gengið út. Af þeirri ástæðu lagði ríkisstjórnin nýja til við þingið að við myndum hækka viðmiðunarfjárhæðir um 8,5% og tekjuviðmiðin um 7,4% fyrir barnabætur á næsta ári. Það mun tryggja að raunverulega útgreiddar barnabætur munu hækka um 10% á milli ára.

Þegar við ræðum stöðu barnafólks þurfum við að sjálfsögðu að taka heildarmyndina með í dæmið. Þar er staðan sú að okkur hefur tekist að stórbæta kjörin á undanförnum árum. Það er alrangt sem hefur verið haldið fram í atkvæðagreiðslunni, (Forseti hringir.) að fyrri kynslóðir ungs fólks hafi haft það betra. Við höfum aldrei getað tryggt jafn góð lífskjör og á við í dag.